Misskilningur?

Síðast þegar ég vissi var stjórnborði skipa hægra megin, en bakborði var vinstra megin.  Ég þori að setja hausinn að veði fyrir því að þetta er svona enn og var þegar Titanic sökk.  Hvar er þá misskilningurinn ef skipunin var að beygja hart á stjórnborða og beygt var til hægri?

 

Það er reyndar að verða óþolandi að lesa fréttir í íslenskum blöðum vegna stafsetningar-og málfræðivilla, auk þekkingarleysis á málefnum.  


mbl.is Titanic þurfti ekki að sökkva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

" Ég þori að setja hausinn að veði fyrir því að þetta er svona enn og var þegar Titanic sökk."

Segir - þú ertu viss? Kannaðu málið, og þú munt komast að hinu sanna. Fullyrðing er ekki það sama og Yrðing. Með bestu kveðju.

Jón Aðalbjörn (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 15:39

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er rétt hjá Jóni Aðalbirni

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 20:35

3 Smámynd: Stebbi stóð á ströndu...

Hér áður fyrr, við getum nefnt víkingatímann, sem dæmi, var stýrið á skipum utanáliggjandi og var hægra megin, aftur við skut.  Þar af leiðandi var það borð kallað stjórnborð/stjórnborði.  Að stýra skipi á stjór eða bak hefur ætíð í mínum málskilningi átt við í hvaða átt skipið átti að snúast, burtséð frá hvernig menn meðhöndluðu stýrishjólið.  Ég hef reyndar aldrei heyrt að stýri hafi verið snúið í bak/vinstri, ef menn vildu að skipið beygði á stjór/hægri.  Ef svo var sannast hin gamalkunna að "svo lengi lærir sem lifir."  mbk Stefán

Stebbi stóð á ströndu..., 23.9.2010 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband