Færsluflokkur: Spaugilegt

Misskilningur?

Síðast þegar ég vissi var stjórnborði skipa hægra megin, en bakborði var vinstra megin.  Ég þori að setja hausinn að veði fyrir því að þetta er svona enn og var þegar Titanic sökk.  Hvar er þá misskilningurinn ef skipunin var að beygja hart á stjórnborða og beygt var til hægri?

 

Það er reyndar að verða óþolandi að lesa fréttir í íslenskum blöðum vegna stafsetningar-og málfræðivilla, auk þekkingarleysis á málefnum.  


mbl.is Titanic þurfti ekki að sökkva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrambinn...

Ég sem hélt að myndavélarnar væru löngu komnar og hef passað mig á hverjum degi í marga mánuði!!
mbl.is Hraðamyndavélar á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurovision Olympiuleikar Hm Em

Auðvitað eigum við að sitja heima á næstu Eurovision.  Það gengur ekki að Austrið ægilega hirði efsta sætið.  Allt fyrirsjáanlegt og sérfræðingur RUV veit niðurstöðuna fyrirfram.  Bíðum þar til hann gefur grænt ljós á þátttöku.  Sitjum heima þegar næstu Olympiuleikar verða haldnir.  Það er næsta víst að við vinnum ekki þar.  Eða HM.  Eða Em.  Nei öruggast að vera ekkert að keppa erlendis, nema kannske við vini okkar Færeyinga.  En yrðu þeir ennþá vinir okkar ef þeir ynnu okkur?  Nei ekkert er öruggt.  Förum ekki fet, enda miklu ódýrara að bæla sófann.

Dýr dropinn...

Ætli einhver hafi tekið saman hversu margir keyra yfir 100 km á dag bara til að komast í vinnuna?  Það er allir sem búa á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi og víðar og fá ekki atvinnu nema á Reykjavíkursvæðinu.
mbl.is Skutlið helmingi dýrara en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband